Hlutabréf Nintendo rétta úr kútnum

Pokémón Go hefur notið mikilla vinsælda.
Pokémón Go hefur notið mikilla vinsælda. AFP

Hlutabréf í japanska tölvuleikjafyrirtækinu Nintendo hækkuðu örlítið í verði í morgun eftir skarpa lækkun í gær.

Bréfin fóru upp um 1,6% í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í Tókýó í morgun. Þau hríðféllu um 17,7% í gær eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins greindu frá því að velgengni tölvuleiksins Pókemon Go myndi hafa takmörkuð áhrif á hagnað Nintento.

Bandaríska fyrirtækið Niantic framleiddi leikinn, sem hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst út 6. júlí síðastliðinn, en Nintendo á hins vegar einkaleyfið.

Markaðsvirði Nintendo meira en tvöfaldaðist eftir að leikurinn kom út. Verðfallið í gær var það mesta í 25 ár, en þrátt fyrir þessa miklu lækkun eru hlutabréf í Nintendo enn 60% verðmeiri en þau voru áður en leikurinn kom út.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK