Fáir vilja mæla með fyrirtækjum

Viðskiptavinir bifreiðaumboða og bifreiðaverkstæða voru heilt yfir líklegastir til þess …
Viðskiptavinir bifreiðaumboða og bifreiðaverkstæða voru heilt yfir líklegastir til þess að mæla með þjónustu fyrirtækja í atvinnugreinunum. mbl.is/Þórður

Meðmælavísitala íslenskra fyrirtækja þykir lág og er aðeins minnihluti viðskiptavina fyrirtækja tilbúinn til þess að mæla með þjónustu eða vörum fyrirtækjanna. Þetta er á meðal niðurstaðna í nýrri könnun MMR á meðmælavísitölu áttatíu íslenskra fyrirtækja í tuttugu atvinnugreinum.

Meðmælavísitalan mældist á bilinu -84,5% til 31,6% og voru aðeins 11% mældra fyrirtækja með jákvæða meðmælavísitölu á þessu ári. Það þýðir að meðal 89% fyrirtækja var minnihluti viðskiptavina tilbúinn til að mæla með þjónustu eða vörum fyrirtækisins.

Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score-aðferðafræðinni sem hefur rutt sér til rúms á síðastliðnum árum. Er hún mælikvarði á tryggð viðskiptavina við fyrirtæki og byggir á því að flokka viðskiptavini í þrjá flokka: hvetjendur, hutlausa og letjendur.

Byggir flokkunin á því hvernig viðskiptavinir svara því hversu líklegt eða ólíklegt sé að þeir mæli með fyrirtæki við vini eða ættingja.

MMR segir ákveðið áhyggjuefni hvað íslensk þjónustufyrirtæki komi heilt yfir illa út úr mælingunum.

Þegar litið er á björtu hliðarnar megi þó sjá að mörg fyrirtæki virðast bæta sig á milli ára. Þannig voru 56% mældra fyrirtækja sem hlutu hærri NPS-einkunn en í fyrra. Þegar litið er til atvinnugreina í heild má sjá að meðalmeðmælavísitala hækkaði meðal 65% atvinnugreina á milli áranna 2015 og 2016. Þannig voru fleiri viðskiptavinir tilbúnir til að mæla með þjónustu fyrirtækja en í fyrra.

Af þeim tuttugu atvinnugreinum sem rannsóknin náði til voru viðskiptavinir bifreiðaumboða og bifreiðaverkstæða heilt yfir líklegastir til þess að mæla með þjónustu fyrirtækja í atvinnugreinunum.

Frétt MMR

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK