Gengi Icelandair lækkar í Kauphöllinni

Gengi Icelandair hefur ekki verið lægra síðan í ágúst 2015.
Gengi Icelandair hefur ekki verið lægra síðan í ágúst 2015. mbl.is/ Júlíus Sigurjónsson

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um 7,9% í kauphöll það sem af er degi. Gengið er nú 27,95 og hefur ekki verið lægra síðan í ágúst á síðasta ári.  

Jafngildir það því að markaðsvirði félagsins hafi lækkað um 10,8 milljarða í viðskiptum dagsins. Markaðsvirði þess er nú tæpir 140 milljarðar króna.

Félagið tilkynnti í gær að það hefði lækkað afkomuspá sína fyrir árið, einkum fyrir áhrif ytri þátta. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem afkomuspá félagsins er lækkuð.

Spáir félagið því að EBITDA ársins 2016 verði 220 milljónir dala eða 25,4-26,6 milljarðar króna. Í upphafi ársins hljóðaði spáin upp á 245-250 milljónir dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK