Gistinóttum fjölgar um fjórðung

mbl.is/Styrmir Kári

Heildarfjöldi gistinátta á hótelum í júní var 357.400 en það er 25% aukning frá í júní 2015 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Gistinætur erlendra gesta voru 93% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 27% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3% á sama tímabili.

„Flestar gistinætur á hótelum í júní voru á höfuðborgarsvæðinu eða 206.400 sem er 29% aukning miðað við júní 2015. Um 58% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 53.300. Erlendir gestir með flestar gistinætur í júní voru: Bandaríkjamenn með 90.700, Þjóðverjar með 62.100 og Bretar með 36.800 gistinætur,“ segir á vefsíðu Hagstofunnar.

Ennfremur segir að á tólf mánaða tímabili frá júlí 2015 til júní 2016 hafi gistinætur á hótelum verið 3.222.300 sem sé 28% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Nýting herbergja hafi verið best á höfuðborgarsvæðinu í júní eða um 87,4%. Vakin er á því athygli að eingöngu sé miðað við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þess flokks gististaða teljist hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK