Hagnaður Amazon nífaldast

Jeff Bezos, stofnandi og eigandi Amazon.
Jeff Bezos, stofnandi og eigandi Amazon. AFP

Hagnaður netrisans Amazon nífaldaðist á öðrum ársfjórðungi þess árs og nam 857 milljónum Bandaríkjadala. Tekjur félagsins jukust um 31% og námu 30,4 milljörðum dala, en niðurstöðurnar eru umfram væntingar.

Amazon hefur haft það orð á sér að skila litlum eða engum hagnaði þegar kemur að smásölu en tekjur fyrirtækisins hafa hins vegar aukist síðastliðið ár samhliða auknum umsvifum í framleiðslu afþreyingarefnis og skýjaþjónustu undir nafninu Amazon Web Services.

Hlutabréf í Amazon hækkuðu um 1,5% í dag.

Fyrirtækið hefur unnið að því að vinna hollustu viðskiptavina sinna gegnum þjónustuna Amazon Prime, en áskrifendur hennar fá aðgang að afþreyingu á borð við myndbönd og tónlist á netinu, og hraðari heimsendingar.

Næsti stóri markaðurinn sem fyrirtækið beinir sjónum að er Indland en Jeff Bezos, stofnandi Amazon, segir viðtökurnar þar hafa verið góðar.

Samkvæmt greiningu Consumer Intelligence Research Partners telja áskrifendur Amazon Prime nú 63 milljónir í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir kaupa vörur og þjónustu fyrir um 1.200 dali á ári, en aðrir viðskiptavinir Amazon eru taldir eyða um 500 dölum.

Amazon Studios hlutu 16 Emmy-tilnefningar fyrir afurðir sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK