Aflaverðmætið rúmir 11 milljarðar

Aukningin skýrist af auknu verðmæti þorsk- og ýsuafla og kolmunna.
Aukningin skýrist af auknu verðmæti þorsk- og ýsuafla og kolmunna. mbl.is/Friðþjófur Helgason

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 11,1 milljarði króna í apríl sem er 7,3% aukning miðað við mars 2015. Þetta skýrist af auknu verðmæti þorsk- og ýsuafla og kolmunna.

Greint er frá þessu á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að verðmæti botnfiskafla nam 8,3 milljörðum í apríl sem er 143 milljónum króna minna en í apríl 2015. Heildarverðmæti uppsjávarafla í mánuðinum dróst saman um 678 milljónir króna sem er 70% aukning.

Á 12 mánaða tímabili frá maí 2015 til apríl 2016 var samanlagt aflaverðmæti um 144 milljarðar króna sem er 3,7% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr. Á þessu tímabili hefur verðmæti botnfiskafla aukist um 4,2% og flatfiskafla um 53,9% á meðan verðmæti uppsjávarafla hefur dregist saman um 32,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK