Bezos þriðji ríkasti maður heims

Jeff Bezos er metinn á 65,3 milljarða bandaríkjadala.
Jeff Bezos er metinn á 65,3 milljarða bandaríkjadala. AFP

Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarinnar Amazon, er orðinn þriðji ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Bezos á 18% hlut í Amazon en hlutabréf félagsins hækkuðu um tvö prósent í gær. Forbes metur Bezos á 65,3 milljarða bandaríkjadala.

Tekjur Amazon jukust um 31% milli ára en þær voru 30,4 milljarðar dala á öðrum ársfjórðungi. Þá var hagnaðurinn 857 milljónir dala, miðað við 92 milljónir á sama tíma á síðasta ári.

Samkvæmt útreikningum Forbes er það aðeins stofnandi Microsoft, Bill Gates, og eigandi fatakeðjunnar Zöru, Amancio Ortega, sem eru ríkari en Bezos.

Amazon var undir því orðspori að hagnast um lítið sem ekkert hvern ársfjórðung en það fór að breytast á síðasta ári þar sem fyrirtækið hefur síðan þá skilað gríðarlegum tekjum. Þá hafa hlutabréf í Amazon hækkað um 50% síðan í febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK