Meðal topp 5% í Microsoft-heiminum

Með viðurkenningunni var Wise útnefnt í svokallaðan Microsoft Dynamics President‘s …
Með viðurkenningunni var Wise útnefnt í svokallaðan Microsoft Dynamics President‘s Club 2016, í fjórða sinn í sögu fyrirtækisins. AFP

Wise, einn stærsti söluaðili á bókhaldskerfinu Dynamics NAV á Íslandi, hefur hlotið viðurkenningu sem einn af bestu samstarfsaðilum Microsoft um allan heim fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Með því er fyrirtækið í hópi allra samstarfsaðila Microsoft Dynamics á heimsvísu.

Með viðurkenningunni var Wise útnefnt í svokallaðan Microsoft Dynamics President‘s Club 2016, í fjórða sinn í sögu fyrirtækisins.

„Þetta merkir það að við erum í topp 5% í Microsoft-heiminum,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise. „Þarna erum við að fá þessa viðurkenningu frá Microsoft fyrir árangur, veltu og sölu. Þetta segir okkur að við erum með réttu vöruna og eftirsóknarverður samstarfsaðili í bókhaldi og Dynamics-lausnum á íslenska markaðinum og í raun um allan heim.“

Tilkynnt var um viðurkenninguna á árlegri ráðstefnu samstarfsaðila Microsoft (Microsoft Worldwide Partner Conference) sem haldin var í Toronto í Kanada í júlí. Í Microsoft Dynamics President‘s Club eru allra bestu samstarfsaðilar Microsoft Dynamics á heimsvísu eða topp 5%. Aðildin er veitt fyrir stöðuga viðleitni til að mæta þörfum viðskiptavina með lausnum og þjónustu sem hentar þeim.

Jón Heiðar segir viðurkenninguna mikinn heiður. „Við erum gríðarlega stolt af þessu. Þetta segir líka kúnnunum okkar að við séum viðurkenndur söluaðili og að við séum að fá hæstu einkunn sem Microsoft gefur.“

Wise hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga hér á landi. 

Þá býður fyrirtækið mikið úrval hugbúnaðarlausna sem byggir á þeirri hugmyndafræði að gera fyrirtækjum kleift að taka góðar og vel ígrundaðar viðskiptaákvarðanir, byggðar á öruggum upplýsingum úr viðskipta- og birgðakerfum fyrirtækisins. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingu hugbúnaðar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Lausnir Wise eru í notkun hjá mörgum af stærri fyrirtækjum landsins. Wise hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starfsemi sína sína, þ.á m. viðurkenninguna „Samstarfsaðili ársins 2015“ hjá Microsoft á Íslandi, Fyrirmyndarfyrirtæki VR og Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo um nokkurra ára skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK