Ronaldo opnar glæsihótel

Cristiano Ronaldo fagnar Evrópumeistaratitlinum fyrr í mánuðinum.
Cristiano Ronaldo fagnar Evrópumeistaratitlinum fyrr í mánuðinum. AFP

Fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo hefur nú ásamt öðrum opnað hótel í heimaborg sinni Funchal. Það er óhætt að segja að hótelið sé glæsilegt en þar geta gestir m.a. slakað á í þaksundlaug, kíkt á æfingu í útilíkamsræktarstöð og farið í bað í herbergi sem er hannað til þess að líta út eins og fótboltavöllur. Þá er gervigras á gólfunum á göngum hótelsins.

48 herbergi eru á hótelinu sem heitir Pestana CR7, en það er vísun í upphafsstafi Ronaldo og treyjunúmer hans í portúgalska landsliðinu.

Hótelið er að hluta til í eigu Ronaldo en hann ólst upp þar sem hótelið stendur í Funchal á eyjunni Madeira. Þar eru vísanir í stjörnuna á hverju strái, þar á meðal treyjur hans, bikarar og takkaskór.

Samkvæmt frétt Business Insider er verð á herbergjum hótelsins nokkuð viðráðanleg þrátt fyrir glæsileikann og er bent á að verðið á hefðbundnu herbergi fari allt niður í 184 pund á nóttu eða um 28.000 krónur.

Nú stendur til að fleiri hótel undir nafninu Pestana CR7 verði opnuð og er verið að skoða borgir eins og Lissabon, Madrid og New York í því samhengi.

Þess má geta að hótelið stendur skammt frá flugvellinum í Madeira  sem var í vikunni nefndur eftir kappanum. Hann heitir því nú Cristiano Ronaldo Aiport.  

Sundlaugin er ekkert slor.
Sundlaugin er ekkert slor. Af heimasíðu Pestana CR7
Vísanir í Ronaldo eru á hverju strái og þá er …
Vísanir í Ronaldo eru á hverju strái og þá er gervigras á gólfunum. Af heimasíðu Pestana CR7
Gervigras er víða á hótelinu.
Gervigras er víða á hótelinu. Af heimasíðu Pestana CR7
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK