Margir vilja eintak af stjórnarskránni

Khan hélt á eintaki sínu af stjórnarskránni og spurði Trump …
Khan hélt á eintaki sínu af stjórnarskránni og spurði Trump hvort hann vildi fá sitt lánað. AFP

Kiljuútgáfa af stjórnarskrá Bandaríkjanna er nú í öðru sæti yfir mest seldu bækurnar á Amazon eftir að stjórnarskráin komst í umræðuna í aðdraganda forsetakosninganna í landinu. Útgáfan sem um ræðir kostar einn bandaríkjadal eða um 118 íslenskar krónur og gefin út af The National Center for Constitutional Studies. Komst hún í annað sætið á laugardaginn eftir ræðu Khizr Khan á flokksþingi demókrata í síðustu viku. Eina bókin sem er vinsælli er Harry Potter and the Cursed Child, sem kom út á sunnudaginn.

Khan er bandarísku múslími sem missti son sinn í Íraksstríðinu.

Hann sagði á þinginu að Trump hefði fórnað „engu og eng­um“ fyr­ir land sitt. Hans eig­in son­ur, sem dó af völd­um bíl­sprengju í Írak 2004, hefði hins veg­ar ekki einu sinni fengið að vera í Banda­ríkj­un­um ef Trump hefði fengið að ráða, en Trump hef­ur kallað eft­ir að múslim­um verði bannað að koma til Banda­ríkj­anna. Þá hélt Khan á eintaki af stjórnarskránni á meðan hann ávarpaði samkomuna og bauðst til að lána Donald Trump, frambjóðanda repúblikana, eintakið sitt. „Hefur þú lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna? Ég mun glaður lána þér mitt eintak,“ sagði Khan þegar hann ávarpaði Trump í ræðu sinni.

Þess má geta að í þriðja sæti á metsölulista Amazon er teiknimyndabók eftir G.B. Trudeau sem hefur verið að gera grín að Trump í þrjátíu ár. Sú bók heitir Yuge! : 30 years of Donnesbury on Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK