Panama tekur til varna

Lögmannsstofan Mossack Fonseca.
Lögmannsstofan Mossack Fonseca. AFP

Ríkisstjórn Panama kynnti í gær lagafrumvarp sem beinist gegn ríkjum sem hafa sett Panama á lista yfir skattaskjól í kjölfar upplýsinga sem birtar voru í byrjun apríl, Panama-skjalanna.

Samkvæmt lagafrumvarpinu verða skattar og önnur gjöld lögð á fyrirtæki og einstaklinga frá þessum ríkjum. Með því að setja Panama á slíka svarta lista yfir skattaskjól séu ríkin að beita sér gegn Panama og hafa neikvæð áhrif á efnahag landsins.

Þetta gæti meðal annars haft bein áhrif á frönsk fyrirtæki og einstaklinga því Frakkland setti Panama á lista sinn yfir skattaskjól eftir að upplýst var í Panama-skjölunum um aflandsfélög í eigu margra auðugustu einstaklinga og fyrirtækja heims. Aflandsfélögin urðu til á skrifstofu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Eins gæti þetta haft áhrif í Kólumbíu sem hefur lagt sérstaka tolla á vefnaðarvöru sem flutt er inn frá Panama þrátt fyrir andmæli frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO.

Stjórnvöld í Panama hafa heitið því að leggja aukinn kraft í baráttuna við peningaþvætti og skattaundanskot en það hefur ekki gengið sem skyldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK