Meira en milljón kleinuhringir seldir

Sigurður Karlsson, , framkvæmdastjóri Dunkin Donuts á Íslandi
Sigurður Karlsson, , framkvæmdastjóri Dunkin Donuts á Íslandi

Kleinuhringjakeðjan Dunkin Donuts hefur selt meir en milljón kleinuhringi á því ári sem nú er liðið frá því fyrsti staðurinn undir merkjum Dunkin Donuts var opnaður hér. Síðan hafa tveir staðir til viðbótar verið opnaðir og stefnt er að opnun tveggja staða tilviðbótar í yfirstandandi mánuði.

„Síðastliðið ár er búið að vera mjög áhugavert hjá okkur. Viðtökurnar við opnun fyrsta staðarins á Laugavegi voru hreint út sagt frábærar og móttökurnar við hinum stöðunum og veitingunum frá okkur hafa verið það líka,“ segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin Donuts á Íslandi. Hann segir viðskiptavini samtals vera fleiri en 300 þúsund, seldir hafi verið fleiri en 250 þúsund drykkir og meir en milljón kleinuhringir.

Fregnir hafa nú borist af því að reynt sé að fá Krispy Kreme til landsins en vörumerkin eru álitin keppinautar erlendis. „Við óttumst ekki samkeppnina enda er Dunkin Donuts lang stærsta vörumerkið á þessum markaði og þekkt fyrir mikil gæði, gott vöruúrval og hagstætt verð.“

Sigurður segir viðskiptavini samtals vera fleiri en 300 þúsund, seldir …
Sigurður segir viðskiptavini samtals vera fleiri en 300 þúsund, seldir hafi verið fleiri en 250 þúsund drykkir og meir en milljón kleinuhringir.
Dunkin Donuts býður upp á allskonar veitingar.
Dunkin Donuts býður upp á allskonar veitingar.
Stefnt er að opnum tveggja Dunkin Donuts staða til viðbótar …
Stefnt er að opnum tveggja Dunkin Donuts staða til viðbótar í þessum mánuði.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK