Vill að Þjóðverjar vinni til 69 ára aldurs

Jens Weidmann bankastjóri Bundesbank. Bankinn telur þýsk stjórnvöld eiga að …
Jens Weidmann bankastjóri Bundesbank. Bankinn telur þýsk stjórnvöld eiga að hækka eftirlaunaaldurinn í 69 ár. AFP

Þýskir launþegar munu ekki komast á eftirlaun fyrr en þeir eru orðnir 69 ára, verði tillaga Bundesbank, þýska seðlabankans, samþykkt.  Í tillögunni segir að þýsk stjórnvöld ættu að hugleiða að hækka eftirlaunaaldurinn úr 65 árum upp í 69 ár fyrir árið 2060. Annars muni þýska ríkið mögulega eiga í erfiðleikum með að mæta lífeyrisskuldbindingum sínum.

Í yfirlýsingu bankans segir að þýska lífeyriskerfið stand vel eins og er, en að kröfum á lífeyriskerfið muni fara fjölgandi á næstu áratugum. Þegar sú kynslóð sem fæddist á árunum eftir heimstyrjöldina síðari fari á eftirlaun þá taki færri yngri starfsmenn við störfum þeirra

Núverandi stefna þýskra stjórnvalda gerir ráð fyrir að eftirlaunaaldur hækki í skrefum til ársins 2030 upp í 67 ára aldur. Seðlabankinn telur hins vegar ekki nóg að gert ætli stjórnvöld að halda eftirlaunasjóðnum í  43% af meðaltekjum.

Bankinn leggur þess vegna til að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður upp í 69 ár. „Frekari breytingar eru nauðsynlegar til að tryggja fjárahagslegt sjálfstæði (eftirlaunasjóðs ríkisins) segir í mánaðarskýrslu seðlabankans.

Steffen Seibert, talsmaður þýsku stjórnarinnar, segir stjórnvöld hins vegar ekki hafa hug á að hækka eftirlaunaaldurinn frekar. „Það er skynsamleg og nauðsynlegar ráðstöfun að hækka eftirlaunaaldur upp í 67 ár í ljósi þjóðfélagsbreytinga í Þýskalandi. Þess vegna munum við gera þær breytingar sem við höfum samþykkt skref fyrir skref,“ hefur fréttavefur BBC eftir Seibert.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK