Fyrst og fremst skipulagsmál

Í júlí samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar einróma að úthluta lóð úr …
Í júlí samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar einróma að úthluta lóð úr landi Sólvalla undir byggingu einkarekinnar heilbrigðisstofnunar og hótels mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aðkoma Mosfellsbæjar að byggingu einkarekinnar heilbrigðisstofnunar og hótels í bænum er fyrst og fremst skipulagsmál. Á aðalskipulagi er umrædd lóð, sem úthlutað var undir byggingu sjúkrahúss og  hótels, skipulögð undir heilbrigðisstarfsemi og ástæðan fyrir því er sú að sambærilegt verkefni hefur áður komið til umfjöllunar hjá bæjar- og skipulagsyfirvöldum í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ.

Í júlí samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar einróma að úthluta lóð úr landi Sólvalla undir byggingu einkarekinnar heilbrigðisstofnunar og hótels en verkefnið hefur verið töluvert í umræðunni.

Fyrri frétt mbl.is: Mótfallin byggingu sjúkrahúss í Mosfellsbæ

Í tilkynningunni segir að samningurinn sem gerður var við MCPB ehf felur í sér tvo fyrirvara af hálfu Mosfellsbæjar. Annars vegar ber félaginu að leggja fram viðskiptaáætlun, upplýsingar um fjármögnun og tímaáætlanir í síðasta lagi 1. desember 2017. Hins vegar þarf að hefja framkvæmdir innan tveggja ára frá undirritun samnings. Verði þessum skilyrðum ekki fullnægt er Mosfellsbæ heimilt að rifta samningnum.

„Úthlutunin gengur eingöngu út á uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu og/eða hótel. Aðalskipulag og samningurinn kemur því í veg fyrir að félagið hafi kost á því að fara í annars konar uppbyggingu á lóðinni,“ segir í tilkynningunni.

Í samningnum er einnig tekið á atriðum eins og gatna- og lagnagerð en félagið mun sjálft standa straum af kostnaði við þær framkvæmdir. MCPB ehf mun greiða ígildi gatnagerðargjalda sem nema um 500 milljónum til Mosfellsbæjar áður en framkvæmdir hefjast.

Jafnframt eru ákvæði í samningnum sem koma í veg fyrir veðsetningu lóðarinnar án samþykkis Mosfellsbæjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK