Þolir töluvert fjármagnsútflæði

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska þjóðarbúið þolir töluvert fjármagnsútflæði enda er gjaldeyrisforðinn stór, útlit fyrir áframhaldandi innstreymi gjaldeyris á komandi árum og lausafjárstaða viðskiptabankanna sterk.

Engu að síður myndi fjármagnsútflæði í líkingu við þá sviðsmynd sem gerir ráð fyrir hvað mestu útflæði fela í sér það mikið álag á gjaldeyrismarkaðinn, fjármálafyrirtæki og þjóðarbúskapinn í heild að varhugavert væri að auka enn frekar frelsi til fjármagnshreyfinga fyrr en jafnvægi hefur komist á markaði á ný.

Undirstrikar niðurstaðan gildi þeirrar stefnu að losa um höftin í áföngum.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu sem Seðlabanki Íslands hefur tekið saman á mögulegu útflæði fjár við losun fjármagnshafta.

Til þess að meta áhrif hugsanlegs fjármagnsútflæðis á þjóðarbúið, einkum greiðslujöfnuð og gjaldeyrisforða Seðlabankans, var gerð greining á þeim eignum sem líklegast er að gengið verði á ef heimili og fyrirtæki ákveða að nýta auknar heimildir til fjárfestingar erlendis til áhættudreifingar eignasafna sinna eða kaupa umtalsverðar fjárhæðir erlends gjaldeyris af öðrum ástæðum.

Jafnframt voru gerð álagspróf á viðskiptabanka til þess að meta hve vel þeir væru búnir undir næstu skref í losun fjármagnshafta. Þá var einna helst litið til áhrifa mögulegs útflæðis af innlánsreikningum á lausafjárstöðu þeirra. 

Má lesa helstu niðurstöðurnar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK