Guðmundur seldi bréf sín í Högum

Guðmund­ur hóf störf hjá Bón­us árið 1992 en tók við …
Guðmund­ur hóf störf hjá Bón­us árið 1992 en tók við starfi fram­kvæmda­stjóra árið 1998. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og sambýliskona hans seldu öll hlutabréf sín í Högum í gær. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en Guðmundur er skráður innherji hjá Högum.

Þar segir að fjöldi hluta Guðmunds hafi verið 1.008.513 og stóð þá gengi hlutabréfa félagsins í 49,2 krónum, örlítið hærra en það er í dag en gengið þegar þetta er skrifað stendur í 49 krónum.

Þá seldi sambýliskona Guðmundar, Ingibjörg H. Halldórsdóttir, alla sína hluta í félaginu en þeir voru 1.285.172 talsins. Það þýðir að söluandvirði bréfanna var 112,8 milljónir króna.

Guðmund­ur hóf störf hjá Bón­us árið 1992 en tók við starfi fram­kvæmda­stjóra árið 1998. Hag­ar eru móður­fé­lag Bón­uss, en fyrirtækið rek­ur auk þess versl­an­irn­ar Hag­kaup, Zöru og Útil­íf. Þá eru birgjarn­ir Ban­an­ar og Aðföng og kjötvinnsl­an Fersk­ar kjötvör­ur einnig und­ir hatti Haga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK