Vínframleiðendur græða á Brexit

Vínekrurnar verða stækkaðar um 100 ekrur.
Vínekrurnar verða stækkaðar um 100 ekrur. Af heimasíðu Chapel Down

Vínframleiðendur í Bretlandi segja að Brexit, ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið, hafi komið þeim vel. Með veiku pundi er auðveldara að flytja vínið út og fleiri vilja kaupa það.

Að sögn Frazer Thompson, framkvæmdastjóra vínekrunnar Chapel Down, sem er í Kent, hefur fall pundsins komið þeim vel þegar  kemur að útflutningi.

Sala vínekrunnar hefur aukist um 30% milli ára og verð á hlutabréfum þeirra tvöfaldast á þessu ári. Til að mæta aukinni eftirspurn er Chapel Down að stækka við sig, um tæpa hundrað ekrur.

Thompson bendir þó á að Brexit kemur ekki öllum vel og nefnir að starfsfólk muni eflaust í minna mæli koma til Bretlands til að vinna eftir að þjóðin gengur úr Evrópusambandinu.

Hann hefur þó ekki áhyggjur af slæmu viðskiptasambandi við Evrópusambandslönd. Helstu viðskiptavinir Chapel Down eru í Asíu og Bandaríkjunum.

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK