40% fyrirtækja skortir vinnuafl

40% fyrirtækja segjast skorta vinnuafl.
40% fyrirtækja segjast skorta vinnuafl. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ríflega 40% fyrirtækja segjast búa við skort á vinnuafli. Hefur þetta hlutfall hækkað hratt undanfarið og var síðast svo hátt í lok árs 2007. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Peningamála sem Seðlabankinn gefur út.

Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi mældist 2,7% á öðrum ársfjórðungi, en það er lægsta gildi atvinnuleysis sem mælst hefur verið síðan á öðrum ársfjórðungi árið 2008. Þetta er meðal annars birtingarmynd þess að aukin spenna sé í þjóðarbúskapnum.

Áfram er gert fyrir ríflega 4% hagvexti á næsta ári í spám Seðlabankans, en gangi það eftir væri það þriðja árið í röð þar sem hagvöxtur er um og yfir 4%. Líkt og í fyrri spám bankans er gert ráð fyrir að langtímaleitni hagvaxtarins verði um 2,5% og nái því árið 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK