Hægt að ná markmiðum með lægri vöxtum

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Golli

Már Guðmundsson seðlabankastjóri eyddi talsverðum tíma við kynningu á vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands til að útskýra af hverju bankinn hefði ekki lækkað vexti fyrr. Sagði hann að minna aðhald fyrr á árinu hefði getað skilað hærri verðbólgu í dag og að þangað til nýlega hafi peningastefnuna skort trúverðugleika.

Hátt vaxtastig bankans hefur talsvert verið gagnrýnt af markaðsaðilum og spurði greiningardeild Arion banka þeirrar spurningar fyrr í mánuðinum hvort að aðhald peningastefnunnar væri of mikið. Már Wolfgang Mixa, aðjúnkt í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, sagði einnig í pistli sínum sem hann birti eftir ákvörðun bankans í dag að hann teldi að Seðlabankinn hefði ofmetið vænta verðbólgu.

Óvarlegt að ganga að hagstæðri þróun sem vísri

Sagði Már seðlabankastjóri á fundinum í dag að það hefði verið óvarlegt að ganga að því sem vísu að gera ráð fyrir þeirri hagstæðu þróun sem hefur átt sér stað undanfarið. Kom hann með dæmi um að ef einstaklingur ætlaði sér að kaupa hús og fjármagna það með kaupum á happdrættismiða myndu eflaust flestir viðstaddir ráðleggja manninum gegn því í ljósi líkinda. Sagði Már að ef maðurinn myndi svo vinna á happdrættismiðann hefði ráðgjöfin ekki verið röng, en maðurinn hafi aftur á móti verið heppinn.

Vextir á sjö daga innistæðum bankans voru í dag lækkaðir um 0,5 prósentustig og fóru úr 5,75% niður í 5,25%. Höfðu vextirnir verið óbreyttir síðan í október á síðasta ári.

Hægt að ná peningastefnumarkmiðum með lægri vöxtum

Már sagði að staðan núna sýni fram á að það virðist vera hægt að ná markmiðum peningastefnunnar með lægri vöxtum og það sjáist á því að verðbólga hafi verið við markmið Seðlabankans jafnvel þótt að gengi krónunnar hafi hækkað talsvert umfram spá bankans fyrr á árinu.

Spá bankans gerir alltaf ráð fyrir því að gengi krónunnar sé óbreytt. Eftir kynningu seðlabankamanna var tekið á móti spurningum úr sal og var þá meðal annars spurt hvort ekki væri rétt að bankinn myndi vera með frávikssviðsmyndir, sérstaklega í ljósi þess að allir greiningaaðilar hefðu spáð fyrir um styrkingu krónunnar.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, svaraði því til að bankinn sýndi stundum svona fráviksdæmi og að innan Seðlabankans þyrfti að ræða hvort slík módel væru hluti af grunnspá bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK