Veita félögum meira aðhald

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis mbl.is/Golli

Lífeyrissjóðurinn Gildi mun eftirleiðis birta upplýsingar um atkvæðagreiðslu og tillögugerð sjóðsins á aðalfundum skráðra hlutafélaga. Er þetta í samræmi við hluthafastefnu sjóðsins til að auka gegnsæi um störf sjóðsins sem hluthafa.

Gildi er fyrsti lífeyrissjóðurinn sem birtir slíkar upplýsingar með þessum hætti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. „Þetta er framhald af vinnu við hluthafastefnu okkar sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.

„Markmið Gildis er meðal annars að beita sér sem eigandi í félögum þar sem sjóðurinn er hluthafi í þeim tilgangi að stuðla að langtímahagsmunum og sjálfbærni þeirra og ábyrgum stjórnarháttum. Við viljum líka stuðla að auknu gegnsæi og ábyrgð sem eigendur og fjárfestar á markaði.“

Árni segir hluthafastefnu Gildis gilda um fjárfestingar sjóðsins í þeim félögum þar sem sjóðurinn á verulegan eignarhlut. „Við viljum vera virkir hluthafar í þeim félögum og láta gott af okkur leiða og veita þessum félögum aðhald varðandi stjórnarhætti og fleira sem okkur finnst mega bæta.“ Árni segir að lífeyrissjóðurinn skipti sér ekki af daglegum rekstri félaganna heldur vilji að góðum stjórnarháttum sé fylgt og hluthafar séu upplýstir um það sem skiptir máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK