Aldrei meiri samkeppni á einni flugleið

Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem flýgur til Lundúna.
Icelandair er á meðal þeirra flugfélaga sem flýgur til Lundúna. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm flugfélög munu í vetur halda uppi flugsamgöngum milli Íslands og flugvallanna í London, en aldrei áður hefur samkeppni á einni flugleið frá Íslandi verið jafnmikil. Til samanburðar má nefna að frá Óslóarflugvelli og Arlanda í Stokkhólmi bjóða þrjú flugfélög upp á áætlunarferðir til London en í Kaupmannahöfn eru félögin í Lundúnarfluginu fimm líkt og hér á landi.

Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is. Þar kemur fram að þótt fleiri flugfélög fari frá Íslandi séu ferðirnar fleiri frá hinum flugvöllunum. Eru þær um 20 á dag á meðan ferðirnar verða flestar 12 á dag frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vetur. 

Þá segir að vöxturinn hafi verið mjög hraður, því í febrúar 2012, þegar aðeins Iceland Express og Icelandair flugu á þessari leið, voru ferðirnar að jafnaði 2,7 á dag en fimm árum síðar er meðaltalið 9,6. Flestar eru ferðirnar á fimmtudögum. 

Þau flugfélög sem munu fljúga til borgarinnar eru Icelandair, WOW air, easyJet, British Airways og Norwegian. Flogið er til Heathrow, Gatwick, Luton og Stansted. Í fyrra flugu nærri 313 þúsund farþegar á milli Íslands og Gatwick en um 240 þúsund til og frá Heathrow. 

Sjá frétt af vefnum Túristi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK