Sagði bankann ekki svara gagnrýni

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með peningastefnunefnd bankans í morgun og sagði stýrivextina allt of háa.

Hann sagði bankann jafnframt ekki hafa svarað nægilega vel þeirri gagnrýni sem hefði komið á vaxtastefnuna frá hinum ýmsu sérfræðingum, þar á meðal Jóni Daníelssyni, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics. Bankinn hefði eingöngu sagt að hann væri ósammála gagnrýninni. 

Már Guðmundsson seðlabankastjóri svaraði því þannig að bankinn hefði ekki endilega svarað mönnum með því að nefna þá á nafn en hefði þó útskýrt mál sitt vel  á opinberum vettvangi.

„Við fögnum allri málefnalegri umræðu um þessi mál, ekki síst ef hún er fræðilega undirbyggð,“ svaraði Már.

Hann tók fram að margir sérfræðinganna hefðu fullyrt ýmsa hluti án þess að hafa lagt fram rannsóknir sem hefðu stutt við skoðun þeirra.

Einnig sagði hann að þótt margir þessara aðila væru sérfræðingar á sínum sviðum væru þeir ekki sérfræðingar þegar kæmi að peningastefnu.

Frétt mbl.is: Útlitið er ekki alveg svart

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK