Össur veitir stjórnendum kauprétt

Össur er alþjóðlegt fyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur …
Össur er alþjóðlegt fyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur veitt helstu stjórnendum fyrirtækisins 225 þúsund hluta kauprétt í fyrirtækinu. Þá fengu millistjórnendur fyrirtækisins einnig 100 þúsund hluta kauprétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag.

Stjórnendurnir sem um ræðir eru Egill Jónsson framleiðslustjóri, Ólafur Gylfason sölustjóri og dr. Þorvaldur Ingvarsson, yfirmaður rannsókna og þróunar. 

Kaupréttirnir miða við gengið 26,84 danskar krónur á hlut, en það er meðalgengi félagsins síðustu 20 daga í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Hægt verður að nýta kaupréttina frá og með 29. ágúst árið 2019.

Egill á í dag 822.749 hluti í Össuri og átti fyrir kauprétt á 225 þúsund hlutum. Ólafur á 9.517 hluti og átti fyrir kauprétt á 225 þúsund hlutum. Þorvaldur á 19.795 hluti í Össuri og átti einnig fyrir kauprétt á 225 þúsund hlutum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK