Hafnaði lögbannskröfu Brims hf.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði í dag kröfu Brims hf. um að setja lögbann á  hluthafafund í Vinnslustöðinni hf. á morgun. Jafnframt synjaði sýslumaður kröfu Brims um að Vinnslustöðinni yrði gert að greiða málskostnað að mati sýslumanns og annan kostnað sem gerðarbeiðandi (Brim) hefði af málinu.

Frétt mbl.is: Krefst lögbanns á hluthafafund Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum

Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar, en þar má jafnframt lesa úrskurð sýslumanns í heild. Hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar hf. mun því fara fram á þeim tíma sem áður hafði verið auglýstur, á morgun klukkan 11, þar sem kjörin verður ný stjórn í félaginu.

Brim hf., eig­andi tæp­lega 33% í Vinnslu­stöðinni hf., fór fram á það við sýslu­mann­sembættið í Vest­manna­eyj­um að lög­bann yrði lagt við því að hald­inn yrði boðaður hlut­hafa­fund­ur í Vinnslu­stöðinni á miðviku­dag til að kjósa fé­lag­inu nýja stjórn. Kröfuna um lögbann á rætur að rekja til deilna um stjórnarkjör á aðalfundi VSV hinn 6. júlí sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK