Þórdís Lóa nýr forstjóri Gray Line

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line á Íslandi. 

Þórdís Lóa er með MBA-gráðu frá Háskóla Reykjavíkur og býr að langri stjórnunarreynslu í ferðaþjónustu, alþjóðasamskiptum og opinberri þjónustu, samkvæmt fréttatilkynningu.

Hún er formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og var um árabil stjórnarformaður FinIce, finnsk-íslenska viðskiptaráðsins. Hún situr í stjórn Eldeyjar THL, sem er fjárfestingarfélag í ferðaþjónustu, svo og í stjórn fjölmiðilsins Hringbrautar. Hjá Hringbraut hefur hún verið stjórnandi þáttanna Sjónarhorns og Lóa og lífið.

Alls starfa 260 hjá Gray Line á Íslandi og velti fyrirtækið rúmlega 3,5 milljörðum króna í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK