Eignir Eikar metnar á 76 milljarða

Hótel 1919.
Hótel 1919. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Hagnaður Eikar fasteignafélags nam 1.428 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og eru eignir félagsins metnar á 76 milljarða króna. Heildarskuldirnar voru 51,5 milljarðar króna í lok júní en eiginfjárhlutfallið er 31,9%. Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2016 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins 30. ágúst 2016. Árshlutareikningurinn var kannaður af endurskoðanda félagsins. Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 3.160 m.kr sem er aukning um 9,6% á milli ára. Þar af voru leigutekjur 2.772 m.kr. og tekjur vegna hótelrekstrar 198 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 2.125 m.kr. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 1.787 m.kr. og heildarhagnaður tímabilsins nam 1.428 m.kr.

NOI-hlutfall (þ.e. rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, afskriftir og einskiptisliði sem hlutfall af leigutekjum) nam 74,9% á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 samanborið við 75,7% fyrstu sex mánuði ársins 2015.

Af heildareignum námu fjárfestingareignir 69.403 m.kr. og eignir til eigin nota 3.744 m.kr. Pósthússtræti 2 (Hótel 1919) er fært sem eigin eign þar sem í fasteignunum er annar rekstur en útleiga fasteigna og er reksturinn í eigu eins dótturfélags Eikar.

Mikil spurn hefur verið eftir atvinnuhúsnæði Eikar frá áramótum, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í gær. Í lok júní 2016 var virðisútleiguhlutfall félagsins 94,9% og hafði þá hækkað um 1,1% frá áramótum. Ef horft er til eigna í þróun var virðisútleiguhlutfallið komið í 96,2%.

Félagið tók við rekstri Heimshótela/Hótel 1919 18. apríl ásamt því að kaupa Síðumúla 1 í sama mánuði. Þá seldi félagið eignarhlut sinn í Mörkinni 1 og hluta af eign sinni í Bæjarlind 14-16.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK