„Pínu karlabransi ennþá“

„Það er kannski hægt að segja að þetta sé pínu karlabransi ennþá,“ segir Silja Ösp Jóhannsdóttir prentsmiður. Þó fjölgi stelpum stöðugt sem sæki í námið og smám saman sé þetta að breytast. Hún starfar hjá Svansprenti og segir fjölbreytni einkenna starfið en eftir vinnu veit hún fátt betra en að fara á rokktónleika. 

Fagfólkið heilsaði upp á Silju í Svansprenti á dögunum en tvö ár eru liðin frá því að hún útskrifaðist sem prentsmiður frá Tækniskólanum.

Mikill rokkari

Eitt helsta áhugamál Silju er að fara á tónleika þar sem tónlistin sé í þyngri kantinum. Í sumar fór hún á Eistnaflug í Neskaupstað sem hún segir hafa verið magnaða upplifun, sér í lagi tónleika sænsku þungarokkaranna í Opeth sem voru aðalnúmer hátíðarinnar. Af íslenskum hljómsveitum heldur hún mikið upp á Sólstafi og Dimmu. „Ég reyni að fara á alla tónleika með þeim, ef ég sé eitthvert færi á að komast þá er ég mætt á svæðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK