iPhone 7 kynntur til sögunnar

iPhone 7 Plus er með tveimur linsum í myndavélinni.
iPhone 7 Plus er með tveimur linsum í myndavélinni. AFP

Tæknirisinn Apple kynnti í dag tvær nýjar útgáfur af iPhone, iPhone 7 og iPhone 7 Plus, sem og nýja útgáfu af snjallúrinu Apple Watch sem er nú orðið vatnshelt. Kynningin fór fram í San Francisco en miklar getgátur hafa verið uppi um nýjungar Apple.

Helstu nýjungin á iPhone 7 er sú að innstungan fyrir heyrnartól hefur verið fjarlægð en nú eru heyrnartól tengd við símann með Bluetooth eða Lightning-tengi sem tengt er við símann á sama stað og hleðslusnúran.

Af fundinum í dag.
Af fundinum í dag. AFP

Með þessum breytingum eiga símarnir að vera vatnsþolnari en áður og þola ryk betur. Þá hefur myndavélin á símunum einnig verið betrumbætt en myndavélin á iPhone 7 Plus er með tveimur linsum. Minni símanna hefur verið aukið og verða ódýrustu inntökin með 32 GB minni.

Símarnir verða fáanlegir í fjórum litum, gull, silfur, rósarlitum og við bætist svartur. Þeir fara í sölu í 25 löndum þann 16. september næstkomandi og verða falir fyrir 649 dollara eða um 75.000 krónur.

Í dag var kynnt til sögunnar ný útgáfa af snjallúrinu …
Í dag var kynnt til sögunnar ný útgáfa af snjallúrinu Apple Watch. AFP

Snjallúrið Apple Watch er nú orðið vatnshelt en úrið er mun öflugara en forverar sínir. Þá verður sérstök Nike-útgáfa af úrinu í boði fyrir þá sem það vilja. 

Þá hefur Apple hafið samstarf við Nintendo og mun tölvuleikurinn frægi „Super Mario Run“ verða fáanlegur í App Store á þessu ári. Einnig verður tölvuleikurinn „Pokemon Go“ sem farið hefur sigurför um heiminn verða fáanlegur í snjallúrin Apple Watch síðar í þessum mánuði.




Kynningin fór fram í San Francisco.
Kynningin fór fram í San Francisco. AFP
Apple AirPods.
Apple AirPods. AFP
Hér má sjá Nike-útgáfuna af snjallúrinu Apple Watch.
Hér má sjá Nike-útgáfuna af snjallúrinu Apple Watch. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK