Hækkandi verð á mjólkurvörum

mbl.is/Hjörtur

Síðustu þrjá mánuði hafa mjólkurvörur hækkað um 3% í verði. Þetta kemur fram í samanburði verðkannana sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 13. júní og 5. september.  

Litlar verðbreytingar eru á  öðrum vörum á tímabilinu, nema þá á ávöxtum og grænmeti sem breytast mikið í verði eins og svo oft áður.  

Í fréttatilkynningu ASÍ kemur fram að í öllum verslunum hafi vöruflokkurinn ostur, viðbit og mjólkurvörur hækkað, en má sjá t.d. hækkun á ósöltuðu smjöri á bilinu 2-4%. MS osturinn Ljótur hefur hækkað um 3-6%, Skyr.is próteindrykkurinn m/jarðab.- og bananabragði hækkað um allt að 7% og 500 g. af bláberjaskyri frá MS hefur hækkað um 3-4%.  

Af þeim matvörum sem skoðaðar voru eru flestar á sama, eða lægra verði miðað við  seinustu mælingu. Í verslun Fjarðarkaups er sama verð og í júní í um 60% tilvika en hjá Nettó, Samkaupum-Úrval og Hagkaupum er sama verð í um helmingi tilvika af þeim vörum sem bornar eru saman. Hjá Bónus, Krónunni og Víði er sama verð í um þriðjungi tilvika.  

Sem dæmi um vörur sem enn eru á sama verði og í byrjun sumars í öllum verslunum má nefna Lýsi heilsutvennu, Gæðabaksturs normalbrauð, Holta Bratwurst pylsur, Steeves maple syrup og salt frá Saltverk Reykjanesi.    

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK