Þarf ekki að kenna starfsfólki á Facebook

„Snilldin við Facebook At Work er að fólk kann á …
„Snilldin við Facebook At Work er að fólk kann á þetta fyrir því flestir nota Facebook og við sleppum við að þurfa að kenna starfsfólki grunnvirknina,“ segir Finnur í samtali við mbl.is. AFP

Nýherjafélögin taka í þessum mánuði í notkun Facebook At Work-samskiptamiðil fyrir starfsfólk. Facebook At Work byggir á sömu eiginleikum og Facebook en er ætlað fyrirtækjum. Nýherji og dótturfélögin, Tempo, TM Software og Applicon, eru með fyrstu fyrirtækjum á Íslandi til að taka Facebook At Work í notkun.
 Forstjóri Nýherja, Finnur Oddsson, segir að Facebook At Work muni bæði spara starfsmönnum tíma og einfalda samskipti milli einstaklinga og hópa innan fyrirtækisins.

Alltaf ákveðin ögrun að taka upp ný kerfi

„Næstum því allir þekkja Facebook en á vinnustöðum er það alltaf ákveðin ögrun þegar maður tekur upp ný kerfi og þarf að kenna fólki á þau. Snilldin við Facebook At Work er að fólk kann á þetta fyrir því flestir nota Facebook og við sleppum við að þurfa að kenna starfsfólki grunnvirknina,“ segir Finnur í samtali við mbl.is.

Finnur segir stjórnendur Nýherja sjá fyrir sér að notkun Facebook …
Finnur segir stjórnendur Nýherja sjá fyrir sér að notkun Facebook At Work muni einfalda samskipti innan fyrirtækisins og jafnvel gera þau óformlegri. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hann segir stjórnendur Nýherja sjá fyrir sér að notkun Facebook At Work muni einfalda samskipti innan fyrirtækisins og jafnvel gera þau óformlegri. Þá munu þau verða hraðari og bendir Finnur á að stöðugt sé gert ráð fyrir auknum hraða, sérstaklega í upplýsingatæknigeiranum.

„Þetta getur breytt miklu fyrir fyrirtæki eins og okkur. Á íslenskan mælikvarða erum við ágætlega stórt fyrirtæki með margar mismunandi einingar á nokkrum stöðum í nokkrum löndum,“ segir Finnur. „Facebook At Work hjálpar okkur að hraða samskiptum milli þessara eininga en við höfum síðustu misseri lagt áherslu á að auka samvinnu milli þeirra og dótturfélaga okkar.“

Kemur í staðinn fyrir marga tölvupósta

Finnur telur að Facebook At Work komi á vissan hátt í staðinn fyrir tölvupóst í mörgum tilvikum. Þá er einnig auðveldara að fylgjast með heildarsamskiptum en áður.

Nýherji hóf nýlega prufuhóp sem notar Facebook At Work og segir hann almenna ánægju í hópnum með nýja fyrirkomulagið. „Það er ekki sjálfgefið þegar verið er að prófa nýja hluti en þetta virðist ætla að virka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK