Stöðug verðbólga þrátt fyrir Brexit

mbl.is/Hjörtur

Verðbólga í Bretlandi hélst stöðug í síðasta mánuði samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í dag. Fram kemur í frétt AFP að fátt bendi þannig til þess að mikil gengislækkun breska pundsins í kjölfar ákvörðunar kjósenda í Bretland um að yfirgefa Evrópusambandið hafi leitt til verðhækkana. Tólf mánaða vísitala neysluverðs hækkaði þannig aðeins um 0,6% í ágúst.

Hækkandi verði á matvælum og samgöngum var mætt með lægra verði á fatnaði, áfengi og gistingu. Vísitalan hækkaði einnig um 0,6% frá byrjun ársins og fram í júlí samkvæmt upplýsingum frá bresku hagstofunni. Spáð hafði verið að tólf mánaða verðbólgan í ágúst yrði 0,7%. Hagstofan segir fátt benda til þess að gengislækkunin hafi haft áhrif á verðlag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK