„Afnám vörugjalda tímamótaskref“

Katrín Olga Jóhannesdóttir er formaður Viðskiptaráðs.
Katrín Olga Jóhannesdóttir er formaður Viðskiptaráðs. mbl.is/Eggert

Afnám almennra vörugjalda um áramótin 2014–2015 var tímamótaskref fyrir bæði neytendur og fyrirtæki hérlendis, segir í tilkynningu frá Viðskiptaráði Íslands.

„Lækkunin veitir smásölum ávinning í formi bættrar samkeppnisstöðu samanborið við erlendar verslanir. Stærsti ávinningurinn er þó lægra verðlag fyrir bæði neytendur og fyrirtæki sem kaupa vörur innanlands.

Svokallað Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur gengið hart fram í kjölfar skattalækkunarinnar og sent í þrígang út fréttatilkynningar um að hún hafi ekki skilað sér til neytenda. Í öllum tilfellum birti Viðskiptaráð leiðréttingar sem ýmist voru hundsaðar eða mætt með útúrsnúningum. Þar sem fullyrðingar eftirlitsins hafa ratað víðar í umræðunni teljum við rétt að fara yfir staðreyndir málsins.

Neytendur njóta góðs af afnámi vörugjalda

Hagstofa Íslands birtir opinberlega tölur um verðlagsþróun ólíkra vöru- og þjónustuflokka. Sumir flokkar innihalda að stórum eða öllum hluta vörur sem áður innihéldu vörugjöld og henta því vel við mat á áhrifunum. Á mynd 1 má sjá verðlagsþróun nokkurra slíkra vöruflokka. Hvort sem flokkarnir eru bornir saman við launaþróun, vísitölu neysluverðs eða verð á innfluttum vörum er niðurstaðan sú sama: neytendur hafa ótvírætt notið góðs af afnámi vörugjalda,“ segir í tilkynningu sem lesa má í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK