Icelandair ræður flugmenn

Icelandair
Icelandair

Icelandair hefur ráðið 35 nýja flugmenn sem eiga að koma til starfa fyrir næstu sumarvertíð, árið 2017. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi FÍA (Félags íslenskra atvinnuflugmanna). Síðasta vetur voru ráðnir 62 nýir flugmenn til félagsins sem var met.

Nú starfar 441 flugmaður hjá Icelandair, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Reiknað er með að flugmenn hjá félaginu verði 379 í vetur. Áætlun félagsins dregst saman yfir vetrarmánuðina eins og venja er. Áfangastöðum mun eitthvað fækka og tíðni flugferða minnka. Engu að síður verður vetraráætlun félagsins nú sú viðamesta í sögu Icelandair. Flugfélagið mun nýta sér minna álag í vetur til að senda flugvélarnar í stórar eftirlitsskoðanir og hefðbundið viðhald.

Reiknað er með að ráðningarferli nýju flugmannanna standi yfir þar til um áramótin, að því er segir í fréttabréfi FÍA. Nú þegar er búið að þjálfa á þriðja tug flugmanna samkvæmt tegundaáritun. Þeir munu ljúka þjálfun samkvæmt kröfum Icelandair eftir áramót áður en þeir hefja störf sem flugmenn. Fram kemur í fréttabréfinu að enn sé óvíst hve margir nýir flugmenn verði alls ráðnir í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK