Telur bankaráðið þurfa að grípa inn í

Þorsteinn Már Baldvinssdn forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinssdn forstjóri Samherja. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur ritað bankaráði Seðlabankans bréf í kjölfar þess að bankinn ákvað að sekta fyrirtækið vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Þar lýsir hann vonbrigðum með „tómlæti bankaráðs gagnvart framferði undirmanna þess“. Bendir hann á í bréfinu að gjaldeyriseftirlit bankans hafi vísvitandi litið fram hjá gögnum sem staðfestu að fyrirtækið hefði ekki farið á svig við lög og að með yfirlýsingum um að bankinn hefði ekki aflað gagna um gjaldeyrisreikninga fyrirtækisins hjá Arion banka hefðu starfsmenn bankans orðið uppvísir að ósannindum. Gögn sem Þorsteinn vísar til sanna að Seðlabankinn sendi Arion banka gagnaöflunarbeiðni varðandi reikningana og fékk upplýsingar er þá vörðuðu í hendur skömmu síðar.

Í samtali við Morgunblaðið segist Þorsteinn ekki skilja hvað bankanum gangi til með álagningu sektarinnar.

„Við höfum þurft að búa við þetta í fimm ár. Málið hefur verið rekið af seðlabankastjóra og nokkrum starfsmönnum bankans, meðal annars í fjölmiðlum þar sem ósannindum hefur ítrekað verið dreift í skjóli þeirrar virðingar sem Seðlabankinn nýtur. Ekkert af málatilbúnaði bankans hefur staðist og allt sem hann hefur haldið fram hefur verið hrakið. Það er með öllu óskiljanlegt að bankaráðið skuli ekki grípa inn í og stöðva þá starfsmenn bankans sem ganga fram með þessum hætti. Að mati seðlabankastjóra er ég svo lánsamur að hafa verið kærður í tvígang til lögreglu og fengið þannig tækifæri til að sýna fram á sakleysi mitt og Samherja. Aðrir myndu líta þetta alvarlegum augum og kalla rangar sakargiftir. Svona lagað á ekki og má ekki gerast aftur.“

Þorsteinn segir að nú verði höfðað ógildingarmál vegna álagningar sektarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK