Hvarf innstungu kom ekki að sök

iPhone 7 er kominn út.
iPhone 7 er kominn út. AFP

iPhone 7 kom í verslanir vestanhafs í vikunni. Hægt var að forpanta símann á netinu og seldust tvær útgáfur af símanum upp á mettíma, stærri gerðin iPhone 7 plús og svokölluð Jet Black-útgáfa. Sím­arn­ir verða fá­an­leg­ir í fjór­um lit­um, gull, silf­ur, rós­ar­lit­um og við bæt­ist svart­ur.

Helsta nýj­ung­in á iP­ho­ne 7 er sú að inn­stung­an fyr­ir heyrn­ar­tól hef­ur verið fjar­lægð en nú eru heyrn­ar­tól tengd við sím­ann með Blu­et­ooth- eða Lig­htn­ing-tengi sem tengt er við sím­ann á sama stað og hleðslu­snúr­an. Uppi varð fótur og fit á samfélagsmiðlum við þessar fréttir og lýstu margir iPhone notendur yfir óánægju sinni með að einungis verði hægt að nota þráðlaus heyrnartól með nýju útgáfunni.

AirPods-heyrnartól áttu að leysa hin hefðbundnu heyrnartól af hólmi.
AirPods-heyrnartól áttu að leysa hin hefðbundnu heyrnartól af hólmi. AFP

Forsvarsmenn Apple voru ekki lengi að bregðast við, en breyt­ingarnar eiga að gera símana vatnsþoln­ari en áður og þola ryk bet­ur. Nú hefur Apple hins vegar kynnt til sögunnar millistykki sem gerir notendum kleift að nota heyrnartól með snúru.

Heyrnartólauppákoman virðist þó ekki hafa áhrif á sölu iPhone 7. Allar tegundir eru nú fáanlegar í netverslun Apple.

Hægt er að forpanta símann hér á landi hjá helstu söluaðilum og verða fyrstu iPhone 7 símarnir afhentir 23. september.

Sérstakt millistykki fyrir heyrnartól hefur nú verið kynnt til sögunnar.
Sérstakt millistykki fyrir heyrnartól hefur nú verið kynnt til sögunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK