Norðmenn í Reykjavík, Frakkar út á landi

Norðurlandabúar og ferðamenn frá enskumælandi löndum eru hrifnari af því …
Norðurlandabúar og ferðamenn frá enskumælandi löndum eru hrifnari af því að verja tíma sínum í Reykjavík en úti á landi. Styrmir Kári

Ferðamenn frá Norðurlöndunum og enskumælandi löndum verja hlutfallslega mestum tíma sínum hér á landi í höfuðborginni á meðan ferðamenn frá meginlandi Evrópu dvelja hvað mest út á landsbyggðinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt var í morgun.

Verslun og veitingastaðir á móti bílaleigubílum og ferðum

Ferðamenn frá þeim þjóðum sem verja mestum tíma í höfuðborginni eru duglegastir við að versla í svokölluðum lundabúðum, gera vel við sig á veitingastöðum og kaupa í „annarri verslun.“ Undir síðastnefnda liðinn falla meðal annars fatabúðir.

Ferðamenn frá meginlandi Evrópu virðast hins vegar áhugasamari um að …
Ferðamenn frá meginlandi Evrópu virðast hins vegar áhugasamari um að verja fríi sínu út á landsbyggðinni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ferðamenn frá meginlandi Evrópu verja aftur hlutfallslega meiri fjármunum í bílaleigubíla og afþreyingu og skipulagðar ferðir. Gistikostnaður er samkvæmt skoðun greiningardeildarinnar nokkuð jafn milli landa.

Stuttar ferðir á móti löngum ferðum

Þá stoppa ferðamenn frá Norðurlöndunum einnig styttra við á Íslandi en margar aðrar þjóðir og eru Norðurlöndin öll undir meðaltalinu sem er upp á 4,5 gistinætur. Aðeins Svíar fara yfir 4 gistinætur í hverri ferð sinni til Íslands á meðan Norðmenn dvelja hér að meðaltali í aðeins 3 daga.

Graf/Arion banki

Norðurlandabúar virðast því hrifnari af því að koma í stuttar ferðir þar sem áherslan er á höfuðborgina, ferðamannabúðir og að gera vel við sig með að versla föt og fara á veitingastaði. Dvelja þeir frá 50 upp í 70% af tíma sínum hér á landi í höfuðborginni. Er hlutfallið svipað hjá ferðamönnum frá enskumælandi löndum eins og Írlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, en Írar eru sú þjóð sem virðist hrifnust af höfuðborginni.

Ferðamenn frá löndum eins og Frakklandi, Belgíu, Austurríki, Sviss, Spáni og Þýskalandi eru aftur á móti mun áhugasamari um að fara út á land og er dvalatími þeirra í höfuðborginni aðeins um og undir 30% af heildardvalartímanum. Verja ferðamenn frá þessum löndum 5 til 9 dögum á Íslandi að meðaltali í hverri ferð og eru Þjóðverjar þeir sem lengst dvelja.

Graf/Arion banki

Samhliða því að dvelja lengi út á landsbyggðinni verja þessar þjóðir hærri upphæðum í bílaleigubíla eða skipulagðar ferðir um landið.

Skýrsla Arion banka í heild sinni

Eins og sjá má á grafinu verja Norðurlandabúar mun minni …
Eins og sjá má á grafinu verja Norðurlandabúar mun minni fjármunum hlutfallslega í leigu á bíl hér á landi en t.d. Frakkar og Spánverjar. Hægt er að sjá fleiri gröf yfir mismunandi flokka í glærum Arion banka. Graf/Arion banki



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK