Nóttin hækkað um 37% fyrir Evrópubúa

Ferðamenn í Reykjavík.
Ferðamenn í Reykjavík. Styrmir Kári

Verð á gistingu í Reykjavík hefur á fjórum árum hækkað um 37% í evrum talið, en evran er sá gjaldmiðill sem samanlagt flestir ferðamenn sem hingað koma notast við. Meðalverð á gistinótt á háannatíma frá júní til ágúst var í sumar 25.200 krónur. Mælt í íslenskum krónum hefur hækkunin verið hófleg undanfarin ár, en með styrkingu krónunnar mælist hún nokkuð mikil fyrir ferðamenn víðast frá.

Hækkunin var mest 2010-2013

Frá árinu 2010 hefur verð í íslenskum krónum á háannatíma hækkað um samtals 53%, en verð utan háannatíma hefur hækkað um 39%. Síðustu þrjú árin hefur hlutfallsleg hækkun verið meiri utan háannatíma, en hækkunina á háannatíma má að mestu leyti rekja  til mikilla hækkana frá 2010 til 2013. Kostar nú meðalnótt utan háannar 14.900 krónur í höfuðborginni.

Graf/Arion banki

Í nýútkominni ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka er bent á þessar breytingar, en þar kemur fram að hækkunin í evrum á síðustu fjórum árum nemi 37%, en styrking krónunnar á tímabilinu hefur verið 16,9%.

Komin í hóp dýrari borga

Með breytingum undanfarin ár er Reykjavík komin í efri hluta samanburðarborga í Evrópu og er meðalgistinótt dýrari hér í evrum talið en í Amsterdam, Frankfurt og Barcelona.

Meðalnóttin í Genf, París og London er þó enn talsvert dýrari á meðan Róm og Mílanó eru ekki langt undan Reykjavík.

Graf/Arion banki

Eins og fram kom í fyrri frétt mbl.is frá í dag er í skýrslunni vísað í rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem benti til þess gengisbreytingar væru stór áhrifaþáttur í ferða- og neysluvenjum ferðamanna. Þó skipti flug­fram­boð höfuðmáli í tilfellum eyríkja meðan geng­isáhrif­in vega minna. Bent var á að þó gæti frek­ari styrk­ing krón­unn­ar byrjað að hafa áhrif þegar horft væri til lengra tíma­bils.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK