Stýrivextir óbreyttir vestanhafs

Janet Yellen tilkynnti ákvörðun peningastefnunefndarinnar í dag.
Janet Yellen tilkynnti ákvörðun peningastefnunefndarinnar í dag. AFP

Peningastefnunefnd bandaríska seðlabankans tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu óbreyttir næsta mánuðinn, hið minnsta. Þó var gefið til kynna að forsendur hækkunar síðar á árinu hefðu styrkst.

Seðlabankastjórinn Janet Yellen sagði að ákvörðunin endurspeglaði ekki skort á trausti gagnvart bandarísku efnahagslífi. Þrír af tólf nefndarmönnum voru fylgjandi því að hækka vextina.

Yellen sagði að hagkerfið hefði meira „running room“ en áður hafði verið talið en hún vildi ekki sjá það „ofhitna“. Forsendur hækkunar hefðu, sem fyrr segir, styrkst.

Seðlabankastjórinn benti á að síðastliðna fjóra mánuði hefðu 180.000 störf orðið til í hverjum mánuði og að atvinnuleysi stæði í stað frá því í janúar, í 4,9%. Hins vegar væru 6,1 milljón Bandaríkjamanna í hlutastarfi sem vildu vera í fullu starfi, og sú tala væri hærri en peningastefnunefndinni þætti æskilegt.

Yellen sagðist gera ráð fyrir að sjá frekari bata á vinnumarkaði vegna ákvörðunar peningastefnunefndarinnar um að halda stýrivöxtunum óbreyttum í 0,25%-0,50%.

Sjá ítarlega frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK