EasyJet skoðar kaup á TUIfly

Flugvél TUIfly.
Flugvél TUIfly. Vefur TUIfly

Breska flugfélagið EasyJet er í viðræðum um yfirtöku á þýska flugfélaginu TUIfly, samkvæmt upplýsingum innan úr stjórn þýska flugfélagsins. Með þessu er breska flugfélagið að leita til þess að halda áfram að fljúga innan ríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr ESB.

Martin Locher, fulltrúi starfsmanna í stjórn TUIfly, segir að viðræður hafi staðið yfir í nokkurn tíma en hann ræddi við blaðamenn á fundi í Frankfurt í morgun. 

TUIfly er einnig í viðræðum við annað evrópskt flugfélag um mögulega yfirtöku. Þýska vikuritið Manager Magazin greindi frá því í gær að EasyJet hefði áhuga á að kaupa TUIfly, sem er dótturfélag ferðaskrifstofunnar TUI. Með þessu vilji flugfélagið draga úr áhrifum af Brexit.

Forstjóri EasyJet, Carolyn McCall, sagði fyrir nokkrum mánuðum að flugfélagið væri ekki í viðræðum um yfirtöku á öðrum flugfélögum en samkvæmt Manager Magazin hefur fyrirtækið breytt um stefnu til þess að koma í veg fyrir mögulegt tap vegna Brexit.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK