Fór úr 4,9 milljörðum í 1 milljón

Jerome Kerviel sést hér yfirgefa dómshúsið í Versölum.
Jerome Kerviel sést hér yfirgefa dómshúsið í Versölum. AFP

Franski verðbréfamiðlarinn Jerome Kerviel þarf að greiða fyrrverandi vinnuveitanda sínum, bankanum Société Générale , eina milljón evra, 129 milljónir króna, en Kerviel bar ábyrgð á 4,9 millj­arða evra tapi Société Générale vegna áhættu­samra viðskipta sem hann stundaði er hann starfaði hjá bank­an­um.

Áfrýjunardómstóll í Versölum komst að þeirri niðurstöðu í dag að Kerviel, sem er 39 ára, hafi að hluta borið ábyrgð á tapinu en vegna viðskipta hans var bankinn á barmi gjaldþrots árið 2008.

Í niðurstöðu dómsins er vísað í skort á öryggisatriðum og innra eftirliti hjá bankanum og því sé réttur bankans á bótum takmarkaður. Kerviel segist sjálfur ekki skulda bankanum neitt en undirréttur hafði dæmt hann til þess að endurgreiða bankanum 4,9 milljarða evra.

Kerviel var á sínum tíma dæmdur í fimm ára fangelsi, þar af tvö ár skilorðsbundið, fyrir skjalafals og tölvuglæpi og um að hafa mis­notað traust vinnu­veit­anda síns, Société Générale. Alls var hann 150 daga á bak við lás og slá.

Frétt mbl.is: Miðlarinn sem nánast felldi bankann fær bætur

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK