Hvað verður um alla peningana?

Jolie og Pitt á góðri stundu
Jolie og Pitt á góðri stundu AFP

Talið er að Angelina Jolie og Brad Pitt hafi þénað rúmlega 555 milljónir bandaríkjadali eða rúma 63 milljarða íslenskra króna síðan þau byrjuðu saman árið 2004. Eins og flestir vita sótti Jolie um skilnað frá Pitt í vikunni og velta miðlar sér nú fyrir því hvað verður um alla peningana og eignirnar en hjónin, sem verða bráðum fyrrverandi hjón, eru metin á um 400 milljónir bandaríkjadali eða 45 milljarða.

Jolie og Pitt gengu í hjónaband árið 2014, eftir að hafa verið saman í áratug. Síðan þá hafa þau samanlagt þénað 117,5 milljónir bandaríkjadali fyrir skatta. Kemur meirihlutinn frá Pitt en hann þénaði um 76,5 milljónir dala fyrir að leika í myndum eins og Fury og The Big Short, sem hann framleiddi einnig. Þá er talið að hann þéni heilan helling fyrir leik sinn í World War Z 2 sem frumsýnd er á næstu ári. Aðeins á þessu ári hefur Pitt þénað um 31,5 milljónir punda samkvæmt The Telegraph eða jafnvirði 4,6 milljarða íslenskra króna.

Eiga saman fimm heimili

Gert er ráð fyrir því að Jolie og Pitt hafi gert einhverskonar kaupmála fyrir brúðkaupið og vanalega þýðir það að allar eignir sem Jolie og Pitt eignuðust áður en þau giftu sig haldist í eigu þess sem vann þær sér inn. Þegar það kemur að því sem þau þénuðu síðustu tvö árin þarf að semja um skiptingu á. Tekjur Jolie hafa þó aðeins verið lítill hluti af tekjum Pitt síðustu ár.

Þær eignir sem Jolie og Pitt eignuðust eftir brúðkaupið verður skipt upp eftir kaupmálanum.Ef enginn kaupmáli var gerður verður eigum þeirra skipt eftir lögum í Kaliforníu sem skiptir öllu í tvennt.

Hjónin eiga að minnsta kosti fimm heimili saman, í Los Angeles, Frakkland, Santa Barbara, New Orleans og New York.

Heimilið í Los Angeles hefur verið sagt höfuðstöðvar fjölskyldunnar en það stendur í Los Feliz. Pitt keypti húsið árið 1994 og bjó þar með fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Aniston. Síðan að Pitt og Jolie byrjuðu saman var húsið gert upp að miklu leyti og eignir í kring keyptar til þess að búa til hálfgert þorp fyrir fjölskylduna. Þar eru til að mynda sundlaugar, hjólabrettagarður og svæði fyrir elsta son þeirra hjóna Maddox, til að æfa sig á torfæruhjólum.

Chateau Miraval er metið á 60 milljónir bandaríkjadali
Chateau Miraval er metið á 60 milljónir bandaríkjadali Ljósmynd / skjáskot Today

Eign hjónanna í Suður-Frakklandi, Chateau Miraval, er metið á 60 milljónir bandaríkjadali eða 6,8 milljarða íslenskra króna. Þar eru hvorki meira né minna en 35 svefnherbergi og því stærðin á húsinu gríðarleg. Þar gengu Jolie og Pitt í hjónaband árið 2014 og er Jolie sögð tengjast húsinu sterkum böndum þar sem mamma hennar var frönsk.

Jolie og Pitt keyptu húsið og lóðina í kring árið 2008 og hafa síðan framleitt sérstaklega dýrt rósavín í samvinnu við hina frönsku Perrin fjölskyldu frá árinu 2012.

Hér bjó fjölskyldan þegar hún dvaldist í Hollywood.
Hér bjó fjölskyldan þegar hún dvaldist í Hollywood. Ljósmynd / skjáskot Today

Hinsvegar bárust fregnir í júní þess efnir að Jolie væri að skoða að selja eignina þar sem hún hefur áhuga á að blanda sér frekar í bresk stjórnmál. Aðeins breskir íbúar sem greiða þar skatta geta komist á þing í Bretlandi sem á víst að vera markmið Jolie. Í apríl greindi tímaritið US Weekly frá því að fjölskyldan „elskaði að vera í Lundúnum“ og að Jolie myndi vilja búa þar til framtíðar ef hún gæti.

Þá eiga hjónin strandhús í Santa Barbara sem metið er á fimm milljónir bandaríkjadali og er það aðallega notað fyrir frídaga. Pitt keypti húsið árið 2000 og það stendur á ellefu hektara svæði.

Hjónin eiga einnig saman hús í franska hluta New Orleans. Það hefur þó verið til sölu síðan í fyrra og var nýlega lækkað í verði, úr 6,5 milljónum bandaríkjadala í 5,65 milljónir.

Þá keypti parið íbúð í Waldorf Astoria turnunum í New York árið 2007.

Pitt heldur fyrirtækjunum en Jolie góðgerðarsamtökunum

Í opinberum skjölum varðandi skilnaðinn kemur fram að Jolie viti ekki sjálf hvernig deila á eignum parsins niður. Að sögn Daily Mail er talið að Jolie sé skráður eigandi allra eigna parsins. 

Árið 2001 stofnaði Brad Pitt ásamt þáverandi eiginkonu sinni Jennifer Aniston framleiðslufyrirtækið Plan B Entertainment. Eftir skilnaðinn hélt Pitt fyrirtækinu og það hefur síðan gefið út fjölmargar vinsælar myndir eins og The Time Traveler’s Wife; Eat, Pray, Love; 12 Years a Slave og Selma. Þá framleiddi fyrirtækið einnig myndina A Mighty Heart árið 2007 sem Pitt og Jolie léku í saman.

Hinsvegar hefur Jolie aldrei verið lagalega tengd fyrirtækinu.

Brad Pitt og Angelina Jolie ásamt þremur af börnunum þeirra.
Brad Pitt og Angelina Jolie ásamt þremur af börnunum þeirra. AFP

Þá er því haldið fram í The Telegraph að Pitt hafi verið meira viðriðin vínframleiðsluna í Frakklandi heldur en Jolie en líkur eru taldar á því að þrátt fyrir það verði framleiðslan seld.

Síðast en ekki síst eru góðgerðarsamtökin The Maddox Jolie-Pitt Foundation sem hjónin stofnuðu árið 2006 og er nefnt eftir elsta syni þeirra Maddox.

Er tilgangur samtakana að sinna hjálparstarfi um allan heim. Fyrsta verk samtakanna var að afhenda Læknum án landamæra og alþjóðlegum barnahjálpasamtökum eina milljón bandaríkjadali og hafa þau haldið áfram að styrkja ýmsa starfsemi síðan. Hefur Jolie sagt að Maddox væri nú þegar byrjaður að starfa hjá samtökunum og myndi taka yfir stjórn þess þegar hann yrði eldri.

Í skjölum varðandi skilnaðinn kemur fram að Jolie ætli ekki að sækjast eftir fjárhagsstuðningi frá Pitt þrátt fyrir að hann þéni töluvert meira en hún. Þá hefur Jolie ráðið til sín Hollywood lögfræðinginn Laura Wasser sem hefur m.a. séð um skilnaði Stevie Wonder, Heidi Klum, Ashton Kutcher og Mariah Carey.

Þegar allt lék í lyndi
Þegar allt lék í lyndi AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK