Löng biðröð vegna iPhone 7

Biðröðin var löng fyrir utan Nova í Ármúla í morgun.
Biðröðin var löng fyrir utan Nova í Ármúla í morgun. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru alltaf jólin hjá okkur þegar það kemur nýr iPhone. Mikið stuð og mikil stemning,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundson, markaðsstjóri Nova.

Nýr iPhone 7-farsími er kominn til landsins í takmörkuðu magni. Sala hófst klukkan 8 í morgun hjá Nova og var löng röð fyrir utan verslunina í Lágmúla þegar hún opnaði.

Að sögn Guðmundar var fólk búið að standa í röð frá því að minnsta kosti klukkan 7 í morgun og fylltist verslunin um leið og hún opnaði.

„Það er búin að vera svakaleg eftirspurn eftir þessum síma úti. Hún hefur verið allt að fjórum sinnum meiri en þegar sexan kom,“ segir hann og á við iPhone 6.

„Hingað var fólk af öllum aldri að koma og nokkrir gerðu sér leið utan af landi. Þeir keyrðu í morgun til að ná í tæka tíð. Menn eru að leggja mikið á sig,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK