Tæpum helmingi Galaxy Note 7 skilað

Símarnir voru t.d. til sýnis í ólympíuþorpinu í Ríó í …
Símarnir voru t.d. til sýnis í ólympíuþorpinu í Ríó í ágúst. AFP

Tæpum helmingi þeirra Galaxy Note 7 síma sem innkallaðir voru af Samsung í Bandaríkjunum hefur verið skilað. Það er fjölgun um 25% síðan á  þriðjudaginn.

Ástæða innköllunarinnar er sú að upp hafa komið til­vik þar sem kviknað hef­ur í raf­hlöðum símanna. Svo virðist sem auðveldara hafi orðið að fá fólk til að skila símunum eftir að 500.000 nýir símar, sem ekki eiga að ofhitna, komu í búðir í Bandaríkjunum á miðvikudaginn.

Fyrri frétt mbl.is: Afturkalla eina milljón Samsung-síma

Samsung tilkynnti viðskiptavinum sínum um gallann fyrst fyrir um þremur vikum síðan. Þá var búið að selja Galaxy Note 7 síma um allan heim. Aðeins er talið að gallinn hafi áhrif á 0,1% þeirra en þrátt fyrir það er búið að innkalla þá alla.

Að sögn Samsung hafa 90% notenda Note 7 í Bandaríkjunum sóst eftir því að fá nýrri gerðir af símanum í staðinn fyrir hinn.

Þar sem nýja og gamla útgáfa símans mun líta nákvæmlega eins út að utan mun Samsung fínstilla hugbúnað símans til þess að fólk viti að það sé með örugga vöru. Til að mynda er rafhlöðuljósið á nýju símunum grænt en grátt á þeim gömlu.

Þá er Samsung með varaáætlun fyrir þá notendur sem skila ekki gömlu símnum. Verður sett af stað hugbúnaðaruppfærsla fyrir þá síma sem varar notendurna við í hvert skipti sem er kveikt á símanum eða hann settur í hleðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK