Kaup Arion banka á Verði samþykkt

Fram undan er nú að ganga frá kaupum á hlutum …
Fram undan er nú að ganga frá kaupum á hlutum í Verði. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Arion banka á hlutum í tryggingafélaginu Verði, samkvæmt tilkynningu Bank Nordik til Kauphallar Íslands.

„Nú liggur fyrir samþykki Fjármálaeftirlits og Samkeppniseftirlits og núna vinnum við í að klára að uppfylla önnur skilyrði samninganna milli félaganna, okkar og Bank Nordik,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka.

Upphaflega var tilkynnt um kaupin í byrjun október í fyrra. Kom þá fram að um kaup á 51% hlut væri að ræða, en viðskipti með aðra hluti yrðu undir hömlum. Gefnir yrðu út kaup- og söluréttir sem myndu virkjast þegar þeim hömlum hefði verið lyft. Í afkomutilkynningu Bank Nordik frá í apríl síðastliðnum var svo greint frá því að ákveðið hafi verið að um viðskipti með alla hluti í Verði yrði að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK