Erfðafræðifyrirtæki nýtir gagnaver Verne

Gagnaþjónar Verne Global.
Gagnaþjónar Verne Global. Mynd/Verne Global

Erfðafræðifyrirtækið Earlham institute (EI) mun setja upp tölvuþjóna í gagnaveri Verne Global að Ásbrú, en þetta er annað fyrirtækið á stuttum tíma sem semur við Verne. EI ætlar að nýta aðstöðuna undir öfl­uga gagna­reikn­inga sem tengjast rannsóknum þess.

Fram kemur í tilkynningu að EI muni með því að færa gagnareikninga sína til Íslands spara allt að 70% í rafmagnskostnað, meðal annars vegna þess að ekki þarf að kæla gagnaverið með öðrum hætti en íslensku veðri.

Í síðustu viku var tilkynnt um að Volkswagen-bílaframleiðandinn væri einnig á leið til Verne með hluta af gagnaþjónum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK