Fengi 14 milljarða við starfslok

Stumpf er þegar hæst launaðasti bankastjóri bandaríkjanna en hann þénaði …
Stumpf er þegar hæst launaðasti bankastjóri bandaríkjanna en hann þénaði 19,3 milljónir bandaríkjadali eða jafnvirði 2,2 milljarða króna á síðasta ári. AFP

Ef að John Stumpf, bankastjóri Wells Fargo, segir starfi sínu lausu í bankanum fær hann greiðslu og hlutabréf upp á 123,6 milljónir bandaríkjadala eða jafnvirði 14 milljarða íslenskra króna. Stumpf hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að upp komst að starfsmenn bankans hefðu stofnað reikninga fyrir viðskiptavini án vitundar þeirra til þess að ýta undir sölutölur en um tvær milljónir reikninga voru opnaðir.

Fyrri frétt mbl.is: „Þú ættir að segja af þér“

Fyrri frétt mbl.is: Stofnuðu reikn­inga án vit­und­ar viðskipta­vina

Hvorki Stumpf né stjórn bankans hafa gefið til kynna að bankastjórinn ætli að hætta störfum.

Stumpf kom fram fyrir bandaríska nefnd öldungadeildaþingmanna fyrr í mánuðinum þar sem m.a. þingkonan Elizabeth Warren hvatti hann til að segja af sér vegna málsins.

Wells Fargo hefur nú þegar rekið rúmlega 5.000 starfsmenn bankans vegna málsins. Sagði Warren Stumpf ekki taka ábyrgð á málinu.

Stumpf er þegar hæst launaðasti bankastjóri bandaríkjanna en hann þénaði 19,3 milljónir bandaríkjadali eða jafnvirði 2,2 milljarða króna á síðasta ári.

Frétt USA Today.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK