Geta fengið túrtappa á barnum

Sólveig segist vona að með þessu setji Gaukurinn fordæmi fyrir …
Sólveig segist vona að með þessu setji Gaukurinn fordæmi fyrir aðra staði til að þeir geri það sama.

Nú geta viðskiptavinir skemmtistaðarins Gauksins við Tryggvagötu fengið túrtappa á barnum endurgjaldslaust. Eigendur staðarins líta svo á að túrtappar eigi að fást fríir á almenningsklósettum rétt eins og klósettpappír.

Sólveig Johnsen, annar eiganda Gauksins, segir í samtali við mbl.is, að hún hafi farið að skoða verð á dömubindum og túrtöppum eftir að hún fór til Búlgaríu fyrr í mánuðinum. Þá tók hún eftir því að túrtappar voru á sama verði og hér heima þrátt fyrir að allt annað væri mun ódýrara. „Ég fór svona út frá því að skoða þessi mál og skattlagninguna á þessu og hversu kjánalegt það er að vörur eins og túrtappar og dömubindi séu skattlagðar sem lúxusvara. Samfélagið krefst þess algjörlega að maður noti þær eins og klósettpappír. Þetta er bara krafa um almennt hreinlæti,“ segir Sólveig.

Engin kynjaskipt klósett eru á Gauknum.
Engin kynjaskipt klósett eru á Gauknum.

Hún og Starri Hauksson, sem á Gaukinn með henni, fóru að tala um þessa hluti og hvað þeim þætti það eðlilegt að túrtappar gætu fengist fríir á almenningsklósettum eins og klósettpappír. „Við fórum að kanna hvort það væri hægt og komumst í samband við Ölgerðina sem flytur inn OB-túrtappa. Þeir voru ótrúlega liðlegir og gáfu okkur góðan díl,“ segir Sólveig en túrtapparnir hafa verið í boði á staðnum síðan á föstudaginn. Þá var framtakið tilkynnt á Facebook-síðu Gauksins í gær. „Fólk er mjög ánægt og við vitum til þess að það sé nú þegar byrjað að nýta sér þetta. Ég vona líka að þetta muni minnka þetta tabú í kringum vörurnar, það er mikilvægt að fólk læri að það sé í lagi að biðja karlkyns barþjón um túrtappa, það á ekkert að vera vandræðalegt,“ segir Sólveig.

Sólveig segist vona að með þessu setji Gaukurinn fordæmi fyrir aðra staði til að þeir geri það sama.

Gaukurinn er þó ekki aðeins framsækinn í túrtöppunum heldur hætti hann í sumar með kynjaskipt klósett. Að sögn Sólveigar hefur það vakið mjög góð viðbrögð hjá viðskiptavinum Gauksins.

Sólveig Johnsen, annar eiganda Gauksins.
Sólveig Johnsen, annar eiganda Gauksins. mynd/Sólveig Johnsen

„Ótrúlegt en satt en þá er umgengnin búin að batna stórlega á klósettunum. Það virðist sem fólk sé aðeins meðvitaðra með hvað það er að gera þarna núna,“ segir Sólveig og bætir við að enn eigi eftir að endurhanna klósettin sjálf og verið sé að vinna í því. „Eins og þetta er núna stendur valið þannig séð milli lokaðra bása eða pissuskála.“

Sólveig segir umgengnina á klósettunum hafa batnað eftir að þau …
Sólveig segir umgengnina á klósettunum hafa batnað eftir að þau hættu að vera kynjaskipt.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK