Keypti 49% hlut í Rolling Stone

BandLab Technologies hefur keypt 49% hlut í Rolling Stone.
BandLab Technologies hefur keypt 49% hlut í Rolling Stone. AFP

Fyrirtæki frá Singapore sem er í eigu afkomanda einnar ríkustu fjölskyldu Asíu hefur keypt 49 prósenta hlut í tímaritinu Rolling Stone.

Áform eru uppi um að víkka út viðskiptamódel fyrirtækisins með því að halda tónleika í nafni þess og selja vörur.

BandLab Technologies, sem er nýlegt fyrirtæki í tónlistar- og tæknigeiranum og er í eigu hins 28 ára Kuok Meng Ru, keypti hlutinn fyrir ótilgreinda upphæð. Þar með er það orðið meðeigandi að Rolling Stone ásamt Wenner Media.

Dótturfélagið Rolling Stone International, undir stjórn Kuok, mun skipuleggja viðburði, þar á meðal tónleika og þróa varning, samkvæmt frétt Bloomberg News.

AFP

Kuok er sonur olíubarónsins Kuok Khoon Hong, stofnanda Wimar International, og frændi Robert Kuok, ríkasta manns Malasíu.

„Áhrif Rolling Stone á menningarheiminn í gegnum árin hafa verið ómetanleg og ég lít á það sem mikinn heiður að ganga til liðs við hópinn í komandi ferðalagi,“ sagði Kuok, sem útskrifaðist frá Cambridge-háskóla.

Rolling Stone var stofnað árið 1967 af Jann S. Wenner og Ralph Gleason eftir að þeir fengu um 850 þúsund krónur lánaðar frá vinum og ættingjum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK