Segir aldurinn skipta engu máli

McWilliams hóf formlegt flugnám þegar hún var 19 ára gömul …
McWilliams hóf formlegt flugnám þegar hún var 19 ára gömul og tveimur árum seinna varð hún aðstoðarflugmaður hjá Easyjet. Af heimasíðu Easyjet

Kate McWilliams, er sögð vera yngsti flugstjóri heims hjá flugfélagi en hún er 26 ára gömul. Af 130.000 skráðum flugmönnum um allan heim eru aðeins 450 kvenkyns flugstjórar samkvæmt tölum frá alþjóðlegum samtökum kvenflugstjóra.

McWilliams hefur hvatt kynsystur hennar til þess að vera opnar fyrir því að verða flugmenn og flugstjórar en hún starfar hjá Easyjet.

„Ég hvet allar þær konur sem hafa áhuga á flugi að íhuga að verða flugmenn, og að þeir kvenkynsflugmenn sem eru þarna úti mennti sig meira og verði flugstjórar,“ er haft eftir McWilliams í frétt The Guardian. 

McWilliams gekk til liðs við unglingadeild breska flughersins þegar hún var aðeins þrettán ára gömul en hún fékk áhugann á flugi þegar hún var fjögurra ára. „Ég gat samt ekki ímyndað mér að vinna við flug þar sem ég þekkti enga flugmenn sem gátu leiðbeint mér,“ sagði McWilliams sem vinnur útfrá Gatwick flugvellinum í Lundúnum. „Ég hélt aldrei að þetta væri möguleiki fyrir mig.“

Hún hóf formlegt flugnám þegar hún var 19 ára gömul og tveimur árum seinna varð hún aðstoðarflugmaður hjá Easyjet.

„Persónulega finnst mér aldur minn ekki skipta máli. Ég hef farið í gegnum sömu þjálfun og náð sömu prófum og allir aðrir flugstjórar þannig ég hef sannað mig þrátt fyrir ungan aldur. Ég er spurð næstum því daglega hvað ég er gömul sem gerðist ekki þegar ég var aðstoðarflugmaður,“ sagði McWilliams.

McWilliams stjórnar Airbus þotum af gerðinni A319 og A320 og flýgur þeim til hundrað áfangastaða, m.a. til Reykjavíkur, samkvæmt frétt The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK