Selur 13,93% hlut í Sjóvá

Öll samþykkt tilboð voru boðin fjárfestum á sama gengi, þar …
Öll samþykkt tilboð voru boðin fjárfestum á sama gengi, þar sem lægsta samþykkta gengi réð sölugenginu. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fjárfestar óskuðu eftir því að kaupa 286.051.111 hluta í Sjóvá-Almennum eða sem nemur 18,3% af heildarhlutafé en útboði á eignarhlut ríkissjóðs í félaginu lauk klukkan 8:30 í dag. Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með útboðinu.

Á vef Landsbankans kemur fram að sölugengi í útboðinu hafi verið ákveðið12,91 krónur á hlut. Heildarnafnverð samþykktra tilboða, eftir skerðingu var 217.655.980.- hlutir eða sem samsvara 13,93% af heildarhlutafé Sjóvár. Heildarsöluverðmæti samþykktra tilboða eftir skerðingu er því rúmlega 2,8 milljörðum króna. Að útboðinu loknu á ríkissjóður ekki eignarhlut í Sjóvá.

Öll samþykkt tilboð voru boðin fjárfestum á sama gengi, þar sem lægsta samþykkta gengi réð sölugenginu. Samþykkt tilboð sem bárust á sama gengi og sölugengi voru skert sem nam umframeftirspurn, en þó ekki niður fyrir 1.250.000 hluti að nafnverði sem var lágmarksfjöldi hluta sem hægt var að bjóða í útboðinu. Tilboðum sem bárust á lægra gengi en sölugengi var hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK